144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[21:40]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég skil hv. þingmann sem svo að hún sé andvíg 1. gr. í frumvarpinu þar sem ráðherra er falin sú heimild án allra takmarkana að geta flutt stofnanir eða sett stofnanir niður þar sem ráðherra sýnist. Ég skil hana líka þannig að hún telji mikla þörf á að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, þar er ég henni sammála. Ég held hins vegar að við þurfum öll að líta til þess að þetta er ekki auðvelt og getur ekki ráðist af því að miðað sé við hversu hátt hlutfall íbúa sé einhvers (Forseti hringir.) staðar og hvað opinber störf séu mörg.

Hv. þingmaður tekur mið af Umhverfisstofnun en mig langar til að spyrja (Forseti hringir.) hvort það geti ekki verið þannig að stofnanir séu mjög misjafnar varðandi það hvernig þær geta dreift störfum víðs vegar um landið.