144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[22:17]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég hef nú skoðun á þessu. Það kann að vera að störf hverfi af einhverjum ástæðum. Það kann að vera að full þörf sé á því að hafa þann sveigjanleika að hægt sé að flytja starfsmenn á milli ríkisstofnana, úr ráðuneyti í stofnun eða inn í ráðuneyti, ég tel að þetta sé nú kannski ekki stóra málið hvernig samráð verður um þetta, um það skal ég ekki segja. En það er bara stundum þannig að sum störf úreldast og það er engum starfsmanni hollt að úreldast með starfi sínu. Ég hef lokið máli mínu.