144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[22:20]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er stórt spurt. Heilbrigð skynsemi tekur náttúrlega mið af ákveðnum grundvallarreglum. Ég hef einhvern tímann og nýlega fjallað um það þegar menn fara að aðlaga heilbrigða skynsemi að háttum — já, verið með skapandi heilbrigða skynsemi sem ég hef síðan leitt að hugtaki sem heitir siðrof. Það kann að vera að næra þurfi skynsemina, en ég segi hins vegar það að þegar menn hafa fært í letur siðareglur þá kann að vera að menn segi: Já, hér eru siðareglurnar og ég fór eftir þeim. En hegði sér samt ósiðlega vegna þess að siðareglurnar tóku ekki alveg mið af skynseminni.

En ég tel að hægt sé að efla skynsemi manna, en það verður að koma í veg fyrir tvennt. Ég hef fjallað um það á öðrum vettvangi. Ég fjallaði um skapandi reikningsskil, skapandi lagatúlkun og ef menn gefa því lausan tauminn þá verður það sem ég kalla siðrof.