144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[23:08]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir mjög greinargóð svör. Við höfum þarna veganesti inn í þingið og aðrar ábendingar hafa komið hér fram.

Ég sé ástæðu til að leggja áherslu á það að við sem stöndum að minnihlutaálitinu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis erum ekki andvíg því að stofnanir séu hugsanlega fluttar til, við erum ekki andvíg sveigjanleika innan stjórnsýslunnar, við viljum gjarnan stuðla að slíku. En við viljum að þar sé farið að skýrum og settum reglum. Ég tek undir það sem fram kom í máli hv. þingmanns þegar hann nefnir sérstaklega að skoðaðar séu fjárhagslegar og málefnalegar forsendur þess að ráðast í breytingar, hvort sem um er að ræða flutning á stofnunum eða á öðru.