144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[11:23]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson) (um fundarstjórn):

Forseti hefur eftir föngum fylgst með framvindu mála í nefndunum og brugðist vel við þegar óskað hefur verið eftir aukatíma til að halda nefndarfundi og reynt að gæta þess að þeir nefndarfundir rekist ekki á þannig að þingmenn eigi þess kost að mæta á fundina. Hvað varðar fundi með forustumönnum flokkanna er það þannig að slíkur fundur hefur verið haldinn og forseti vonast auðvitað til þess að það geti orðið framhald á slíkum fundahöldum sem hann gerir sér ljóst að er forsendan fyrir því að hægt sé að ná utan um starfið hér í þinginu.