144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[11:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Hv. þm. Jón Þór Ólafsson kemur akkúrat að kjarna málsins og ég skora á forseta að sýna ákveðinn dug og leggja línurnar. Línurnar eiga að vera þær að hér verði ekki fundir af neinu tagi fyrr en sest er niður og lausn fundin á því vandamáli sem er græðgi núverandi formanna ríkisstjórnarinnar. Ég veit eiginlega ekki hvaða orð á að nota yfir það en þetta er stórmennska af því tagi að ekki er hægt að verða við henni, af því að við erum komin fram úr starfsáætlun. Í raun ætti forseti að skera niður helming af listanum áður en við verðum boðuð aftur á fund. Ég fer fram á að fundi verði frestað og forseti freisti þess að setja á fund og neiti því að nokkur mál verði til umræðu fyrr en formenn ríkisstjórnarflokkanna eru tilbúnir til að leggja alvörutillögur á borðið fyrir formenn stjórnarandstöðunnar.