144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[11:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég gegni formennsku í velferðarnefnd Alþingis og lít á það sem skyldu mína að reyna að vinna mál sem best þar inni og koma þeim hratt og örugglega út úr nefndinni. Þannig höfum við unnið í velferðarnefnd og það samstarf hefur gengið ákaflega vel.

Nú er sú staða uppi að við erum með tvö stjórnarfrumvörp sem við erum sammála um að við viljum afgreiða út úr nefndinni. Við erum að hlaupa til fundar í hálftíma, klukkutíma — stundum fáum við einn og hálfan tíma — en sú staða er líka uppi að hér hefur verið gefin út yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga og þar inni eru veigamikil mál eins og húsnæðismál sem við mundum vilja fá upplýsingar um í nefndinni. Við í minni hlutanum viljum einnig tala við hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra um hvernig eigi að standa að hækkun almannatrygginga í tengslum við þennan kjarasamning.

Ég spyr: Hvar á ég að finna tíma til að halda slíka upplýsingafundi með hæstv. ráðherra?