144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[15:26]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum svörin. Mig langaði að koma inn á atriði sem geta stangast mjög á við nútímalega stjórnsýslu og geta ýtt undir geðþóttaákvarðanir. Það er 6. gr., samspil 6. gr. við 7. gr., þar sem heimilt er að setja sérstakar starfseiningar og ráðuneytisstofnanir, sem starfræktar eru sem hluti af ráðuneytinu, á fót. Það er verið að búa til sveigjanleika. Ég ætla alls ekki að þvertaka fyrir að það kunni ekki að vera heppilegt, en það skal stíga þessi skref varlega. Á sama tíma á að heimila að starfsfólk sé flutt frá stofnunum upp í ráðuneyti eða úr ráðuneytum niður í stofnanir, samspil tveggja greina sem þessara — hvers konar umhverfi gætum við setið uppi með þá?