144. löggjafarþing — 119. fundur,  4. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[11:44]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að djöfullinn leynist í smáatriðunum. Til dæmis í þessari tilteknu grein er verið að skipta út „t.d.“ sem er í lögunum og setja í staðinn „m.a.“ í skammstöfunum. Það eru auðvitað þessi litlu smáatriði og litlu blæbrigði, sem að mörgu leyti gerir þetta starf skemmtilegt og verður líka þess valdandi að sumir hafa borið saman pylsugerð og lagagerð, að hvoru tveggja sé eitthvað sem þú vilt ekkert sjá hvernig er búið til.

Mig langar til að spyrja rétt í restina út í annað efnisatriði hérna og nota sama dæmi og ég notaði áðan um ráðgjöf Stjórnarráðsins um túlkun siðareglna. Hvaða stöðu erum við með þegar það er forsætisráðherra sem á að gefa forsætisráðherra ráð um til dæmis hvaða upplýsingar hann á að gefa (Forseti hringir.) um aðkomu sína að mögulegum eigendaskiptum á fjölmiðlum í landinu?