144. löggjafarþing — 119. fundur,  4. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[16:44]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessari yfirlýsingu hv. þingmanns. En hv. þingmaður kom víða við, fór að ræða um lífeyriskerfið og ýmsa aðra þætti. Ég hef 47 sekúndur til ráðstöfunar til að ræða það, en ég hef lýst því yfir að ég tel mig þurfa tæpan klukkutíma til að gera grein fyrir sjónarmiðum mínum. Það þýðir ellefu ræður. Ef þessari umræðu lýkur á skaplegum tíma og ég get komist að með mínar 11 ræður þá skal ég lofa þingmanninum því að þær verða fluttar. (Gripið fram í.) — Gott, vegna þess að við eigum að taka þetta mál og ræða það málefnalega. Það er ærið tilefni til þess. Þetta er mjög mikilvægt þingmál sem við höfum hér til umfjöllunar og snýr að Stjórnarráði Íslands. Við eigum að taka þá umræðu alvarlega og það mun ég gera í þeim ellefu ræðum sem ég á ófluttar hér.