144. löggjafarþing — 119. fundur,  4. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[16:51]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara alls ekki og raunverulega eru þetta miklar lagabætur sem hér eru lagðar til um að hver ráðherra beri ábyrgð á sínum málaflokki og á þeim stofnunum sem undir hann heyra. Viðkomandi fagráðherra fær þá þessa skilyrðislausu heimild til að ráða því hvar hans undirstofnanir séu. Það er ekki foringjaræði því að það er verið að dreifa valdinu á alla ríkisstjórnina og þá ber viðkomandi ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki allt til enda. En foringjaræði í mínum huga og foringjaræði sem ég tala um á þessu kjörtímabili og fyrra kjörtímabili er á þann hátt að það er einn sem ræður. Foringjaræði er það að einn ræður.