144. löggjafarþing — 119. fundur,  4. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[17:44]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég sagði við umræðuna hér fyrr í dag að ég ráðgerði að flytja ellefu ræður til viðbótar um málið; þær eru nefnilega aðeins fimm mínútna langar en ég þyrfti klukkutíma til að gera grein fyrir sjónarmiðum mínum. Ég hef fallið frá þessari ákvörðun í ljósi þess að ljóst er að málið kemur til nefndar að nýju til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Ég bind vonir við að þá verði gerðar breytingar á frumvarpinu og tekið mið af þeim sjónarmiðum sem hafa komið fram við þá góðu umræðu sem fram hefur farið um frumvarpið hér í þingsal.

Á þessari forsendu fell ég frá þessari fyrri ákvörðun minni og bind vonir við að okkur takist að bæta frumvarpið við umfjöllun nefndarinnar að lokinni 2. umr. um málið.