144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

um fundarstjórn.

[11:34]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Eins og forseta er kunnugt skráir fólk sig á mælendaskrá á þeim dagskrárlið sem hér var að ljúka og skráning hefst kl. 8. Klukkan 8.02 í morgun sendi ég inn beiðni um að vera á mælendaskrá og ég komst ekki að.

Það verður að endurskoða einhvern veginn hvernig þessum dagskrárlið er úthlutað. Þetta bókstaflega gengur ekki. Ég vil líka vekja athygli á því að hér voru sjö framsóknarmenn á mælendaskrá af 15 sem komust að. Alveg gott með það, ég hef gaman af að hlusta á þá og það er stundum fróðlegt. En ég vil benda þessum ágætu fulltrúum Framsóknarflokksins hér á þingi á að hér eru dagskrárliðir, það er almenn dagskrá og við heyrum eiginlega aldrei í þeim þá. Ég vildi til dæmis gjarnan skora á þingmenn Framsóknarflokksins að taka þátt í dag í umræðunni um ríkisfjármálin til næstu fjögurra ára. Eru þeir samþykkir því sem þar er sagt?