144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

um fundarstjórn.

[11:50]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þessi liður er löngu hættur að snúast um fundarstjórn forseta. Ég vildi aðeins blanda mér inn í umræðuna hér þegar kemur að opinberum fjármálum. Við höfum tvo valkosti, það er annars vegar að tala um formið eða efnið. Ég legg til, virðulegi forseti, að við höldum okkur við að ræða um efni málsins.

Hér hafa allir fulltrúar, hv. þingmenn í fjárlaganefnd, sagt að þeir séu sammála efni málsins, sammála því að málið nái fram að ganga, eru ósáttir við að málið, sem búið er að taka svona gríðarlega mikla umræðu um í nefndinni, sé tekið út. Þá legg ég til að við förum að ræða það hvað menn eru ósammála um efnislega. Við skulum þá bara vinna í því.

Síðan kemur auðvitað í ljós, með þetta mál eins og önnur, hvort við klárum það í vor eða í haust. Ef við viljum klára þetta mál þá skulum við fara efnislega í það. Ég hef kallað eftir því, og kalla enn eftir því, frá hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar, sem eru í nefndinni, að fá það fram efnislega hvað menn eru ósáttir við.

(ÖJ: … áherslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.) (VigH: Nú? Hann situr ekki í fjárlaganefnd.)(ÖJ : Hann er hluti af þessu …)