144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[12:05]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það speglast í þessari atkvæðagreiðslu hvernig viðhorfið í þinginu er. Hér eru lagðar fram breytingartillögur við lög sem samþykkt voru árið 2011, í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hér er um lagabætur á þeim lögum að ræða en þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna telja sig ekki þurfa að standa að þeim lagabótum. Hér er mikilvægt mál á ferðinni sem féll niður í þeirri lagasetningu, þ.e. að ráðherra hafi full yfirráð yfir sínum málaflokki og undirstofnunum sínum, sem er afar brýnt í ljósi þess hvernig aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdarvalds er.

Það hefur farið mikil orka og tími í þessar umræður hér í þinginu auk umræðna um ákvæði um siðareglur. Mér finnst það skrýtið að þeir aðilar sem að þessum lögum stóðu á síðasta kjörtímabili skuli ekki styðja það í ljósi þess að þetta eru lagabætur á þeirra eigin máli.