144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[12:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég er alfarið á móti því að ráðherra geti kveðið á um aðsetur stofnana án þess að það sé ákveðið af hálfu Alþingis. En í ljósi þess að málið á að fara til nefndar og skoðunar mun ég sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu og lýsi því yfir að það er ýmislegt annað í þessu frumvarpi sem ég er ekki sátt við. En þetta er það atriði sem er hvað alvarlegast og ég er mjög fegin að það á að skoða það og vil reyndar nota tækifærið og þakka fyrir að náðst hafi samkomulag um að málið færi aftur til nefndar.