144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[12:13]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég er ekki í grundvallaratriðum á móti því að alltaf eigi að ákveða staðsetningu stofnunar með lögum en með hliðsjón af því hvernig farið var með Fiskistofu, og því brölti sem það mál einkenndist af, þá get ég ekki stutt þetta. Ég greiði þvert á móti atkvæði gegn þessu í þeirri von að tilefnið verði til þess að betri umgjörð verði sett í kringum tilfærslu á staðsetningu stofnana þannig að það verði gert í meiri sátt bæði við starfsfólk stofnananna og einnig alla aðra sem koma að málum.