144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[12:18]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Hérna á að fella úr gildi grein í lögunum um að það skuli vera samhæfingarnefnd sem starfi óháð ráðuneytinu og fylgist með siðareglunum og hafi frumkvæði að alls konar góðum hlutum, upplýsingaöflun, fræðirannsóknum, að brugðist sé með samhæfðum hætti við ábendingum, samstarf gegn spillingu í opinbera geiranum, við félagasamtök hérlendis og erlendis, allt burt, burt, burt.

Það á að setja þetta sem einhvers konar lepp, nefnd undir fótinn á forsætisráðherra í ráðuneytinu. Þetta er ekki gott. Þetta er algerlega gegn því sem verið er að gera í heiminum. Þetta er gegn því sem Alþingi er að gera í sínum siðareglum sem allir flokkar hafa samþykkt í forsætisnefnd, að það sé óháð nefnd sem meti siðareglur.

Þetta er ekki góð grein og forsætisráðherra hefur tækifæri til að koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og segja bara: Heyrðu. Við þurfum að skoða þetta betur. Og ef hann hefur ekki frumkvæði að því þá legg ég til að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kalli eftir því að forsætisráðherra komi og skoði þetta. Þetta er ekki gott.