144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[12:43]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Getur verið að hv. þingmaður, formaður fjárlaganefndar, hafi ekki tekið eftir því að gert er ráð fyrir 2% launahækkun umfram vísitölu hjá opinberum starfsmönnum en aðeins 1% hjá þeim sem þurfa að reiða sig á bætur? Í þingsályktunartillögunni, sem hv. þingmaður leggur til að verði samþykkt óbreytt, er hreinlega gert ráð fyrir því að það dragi í sundur með þeim sem reiða sig á bætur og öðrum. Það fer gegn 69. gr. laga um almannatryggingar. Þannig er það, herra forseti. En einnig er gert ráð fyrir því í texta þingsályktunartillögunnar að ef laun ríkisstarfsmanna hækki meira en um 2% umfram verðbólgu þurfi að skera niður fyrir því. Ég vil spyrja hv. þingmann: Hvar telur hún að bera skuli niður þegar skera á niður til þess að eiga fyrir kjarasamningi við BHM?