144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[12:57]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Ég bið hana nú að tala varlega varðandi afnám hafta og það sem þar kemur út, það er ekki í hendi. Ég held að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa hugfast að ekki er gert ráð fyrir því að það sem þar kemur sé ætlað til þess að reka ríkissjóð.

Þessir tímabundnu skattar sem við erum með, sem mynda ákveðnar tekjur inn í ríkissjóð, eru ekki eilífir, margir hverjir sem lagðir hafa verið á. Í því sambandi langar mig líka til að spyrja — af því þingmaðurinn kom aðeins inn á það og við höfum haf áhyggjur af því líka — um S-merktu lyfin. Gert er ráð fyrir litlum útgjaldavexti í því og ég spyr hvort hún telji að áætlun um S-merkt lyf standist. S-merkt lyf hafa, eins og við þekkjum, hækkað mun meira en við (Forseti hringir.) höfum kannski áætlað. Það er ljóst að mikil þörf er á að taka inn ný lyf, við höfum heyrt af því undanfarið, það liggur fyrir. Þannig að ég spyr (Forseti hringir.) þingmanninn hvort hún telji að það standist sem hér kemur fram varðandi það.