144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:52]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ferðaþjónustan byggist auðvitað mjög hratt upp og við þurfum að mennta fólk líka inn í þá grein. Þá þurfum við að búa þannig um hnútana að fólk sem býr á Íslandi hafi möguleika á að mennta sig upp í greinina og hafi þá greiðan aðgang að menntun. Þegar við erum að veikja grunn fjölda skóla úti um land, minni skóla sem hafa sinnt þessari menntun á ferðamálabrautum og með ýmsum hætti, veikjum við auðvitað möguleika á að fólk mennti sig hér og horfi frekar til þess að fara til Norðurlandanna þar sem það finnur fyrir miklu sterkara stuðningskerfi í þessum efnum. Þetta er mjög mikið áhyggjuefni sem verður kannski erfitt að snúa við ef áfram heldur sem horfir.

Atvinnuleysi hefur vissulega minnkað en við þurfum líka að tryggja að hér (Forseti hringir.) séu vel borguð störf og það sé hægt að mennta sig til þeirra starfa hér á landi.