144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:19]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég óska eftir því að það verði sett fram hvort slíkt hefur gerst um langa hríð í það minnsta, að svona hafi verið komið fram við einn þingflokk sem starfað hefur á Alþingi, að ekki hafi verið gert hlé á þingfundi þegar svo stór fundur er haldinn eins og flokksstjórn, landsfundur og annað slíkt er, eins og hér er gert. Það er tæplega hægt að segja að þetta sé seint fram komið, þetta liggur fyrir. Eins og hér var komið inn á áðan átti þinghaldinu að vera lokið, starfsáætlun er löngu útrunnin og því er algjör óbilgirni að taka ekki tillit til þess.

Þess utan er hér formaður fjárlaganefndar vissulega í húsi en ekki varaformaður og enginn sjálfstæðismaður til að taka þátt í umræðu um þetta mál sem þeim þykir þó svo vænt um og líta svo á að sé stórkostlegt stefnumótunarplagg. (Forseti hringir.) Þau hljóta að vilja eiga orðastað við okkur ásamt þeim sem tala svo óskaplega mikið um hvaða áhrif þetta hefur á heimilin í landinu.