144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:32]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég verð að taka undir það að ég heyrði bara af þessum fundi núna fyrir stuttu og tek undir að það er náttúrlega afleitt ef það vantar fulltrúa heils flokks við þessa umræðu. Ég get tekið undir þau sjónarmið en mér finnst, þar sem fólk er að tala um jafnræði og jafnrétti, að við þurfum að hafa þá líka eitthvert lag á því hvenær við tilkynnum. Samkvæmt mínum heimildum kom ekki tilkynning um þennan fund fyrr en um fjögurleytið (Gripið fram í.) þannig að það er kannski skýringin á því af hverju við erum í þessari stöðu. En í ljósi þessa held ég að það sé bara allt í lagi að við förum að fresta þessari umræðu og tökum svo til við hana í næstu viku en komum okkur upp einhverjum skýrari reglum varðandi þessi mál.