144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:33]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Já, þetta er áhugavert og í raun og veru aðkallandi umræðuefni. Í töflu á bls. 7, sem er að vísu sett fram sem spá en á sér í raun og veru forsendur sem botna í stefnu ríkisstjórnarinnar, er gert ráð fyrir því að opinber útgjöld til innviða hækki ekki. Hins vegar er gert ráð fyrir því að fjárfestingar einkaaðila aukist. Það sem blasir við núna þessum árum eftir hrun, og í raun og veru eftir hægri stjórnina sem stóð hér áratugi fyrir hrun með örlitlum undantekningum, er að helstu innviðirnir sem við þurfum á að halda, sem atvinnulífið þarf á að halda, sem fólkið í landinu þarf á að halda, eru í þeim sporum að það þarf að bæta þá. Það sem meira er, það eru ákveðin tímamót í samfélaginu, t.d. aukning aldraðra, sem kalla á miklu meiri fjárfestingu í innviðum sem ekki er að sjá í þessari langtímaáætlun (Forseti hringir.) sem ríkisstjórnin hefur hér sett fram.