144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:03]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir talaði um að við ættum að taka ríkisfjármálaáætlunina alvarlega og ég er sammála henni í því. Jafnframt varpaði hún fram mjög mikilvægri spurningu að mínu mati um það hvar hæstv. ríkisstjórn ætli að skera niður. Það hefur verið lítið um stjórnarþingmenn í umræðunni til að svara spurningum þingmanna með undantekningunni hv. þm. Willum Þór Þórsson sem hefur verið duglegur í andsvörum. Það kemur svolítið í okkar hlut að reyna að lesa í framtíðina og því vil ég spyrja hv. þingmann miðað við það sem þó er boðað í þessari áætlun: Hvar telur hv. þingmaður líklegast að skorið verði niður?