144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:15]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að við séum komin inn að beini. Við höfum talað fyrir allt annarri stefnu en þeirri sem hefur verið rekin síðustu tvö árin og hefur leitt til þess að menn þurfa núna að fara að skera niður. Aftur vil ég segja að við þurftum að ganga mjög langt til að loka 218 milljarða gati á síðasta kjörtímabili í fjárlögum. Ég hefði ekki afsalað mér tekjunum af auðlegðarskattinum sem eru yfir 10 milljarðar. Ég mundi ekki afnema raforkuskattinn, ég hefði ekki heldur lækkað veiðigjöldin. Við jafnaðarmenn höfum talað fyrir því að með þessum tekjum í ríkissjóði gætum við ráðist í framkvæmdir á samgöngusviðinu, við gætum farið í að efla hér velferðarkerfið og við gætum ráðist í brýn verkefni á sviði menntamála og heilbrigðismála.

Fyrir þeirri stefnu hef ég talað og mér þykir miður að þessi ríkisstjórn sé að boða hér niðurskurð.