144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:23]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég tel rétt að vekja athygli forseta og þingheims á því að í umræðum um þetta mál hefur komið fram tvisvar eða þrisvar hversu erfitt er að ræða þessa áætlun sem lögð var fram 1. apríl eftir allar þær breytingar sem hafa orðið á forsendum hennar, nú síðast í morgun, þegar miklar breytingar verða á forsendum þessarar áætlunar langt fram í tímann og bætist við þá óvissu sem var fyrir hendi, og auðvitað hlýtur að vera fyrir hendi að ýmsu leyti. Ég vek athygli á þessu vegna þess hversu mikilvæg þessi umræða er í fyrsta sinn sem hún fer fram á þinginu um tillögu sem borin er upp til samþykkar í þessu efni og hvað það er mikilvægt að sú hefð skapist að menn ræði þetta á réttum forsendum og geti komið fram sínum pólitísku sjónarmiðum um þessi efni.