144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Við þekkjum það að hagkerfið fór að taka við sér árið 2010 og að jákvæður heildarjöfnuður náðist 2013. Í þessari ríkisfjármálaáætlun er boðaður hægfara bati, sumir segja jafnvel kyrrstaða, og mig langar að heyra aðeins frá fyrrverandi fjármálaráðherra hvernig við getum verið öguð í ríkisfjármálum. Hvernig finnst honum þessi ríkisfjármálaáætlun ríma líka við möguleika á nýfjárfestingum í framtíðinni? Það er talað um að þær geti verið 1,2% af vergri landsframleiðslu. Dugar það til að halda gangandi uppbyggingu í velferðarkerfinu og í innviðum samfélagsins, samneyslunni eins og innbyggð þörf er á?