144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:21]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Ef þingmaðurinn vill fara í leik að tölum voru hér 12 þingmenn stjórnarandstöðunnar undir liðnum fundarstjórn forseta en eru núna sex. Hins vegar er það rétt að ég stend hér einn eftir — (Gripið fram í.) Ég kann að telja, hv. þm. Mörður Árnason, en ég ætla að nota þetta tækifæri aftur til að spyrja þingmanninn. Það liggur ekki fyrir kostnaðarmat hjá minni hlutanum í þessu áliti og ég ætla að nota þetta tækifæri líka þar sem ég kem úr sveitarstjórnargeiranum og segja að ég held að ríkið gæti lært heilmikið af rekstri sveitarfélaga. Nú eru sveitarfélögin í nokkur ár búin að þurfa að gera þriggja ára áætlun og sjálfur hef ég tekið þátt í því og þær taka mjög reglulega breytingum.