144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:15]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Karl Garðarsson kom víða við í ræðu sinni, en ég ætla að nota mínútuna sem ég hef hér til að ræða það aðeins að hv. þingmaður fór í gegnum það í máli sínu að hann teldi langstærstan hluta þessarar þingsályktunartillögu standa en nefnir að kannski þurfi að skoða eitthvað. Má þar auðvitað fyrst nefna nýju frumvörpin frá því í gær um stöðugleikaskatt, um fjármálafyrirtæki og einnig um húsnæðisbætur. En þetta er eina umræðan sem er eftir um málið. Það er kannski ekki hægt að ætlast til að gerðar verði veigamiklar breytingar á tillögunni sjálfri, en telur hv. þingmaður koma til greina að nefndin taki málið til sín og geri framhaldsnefndarálit þar sem reynt verður að varpa (Forseti hringir.) ljósi á það sem þó kom hér fram í gær?