144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:17]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum svarið og það að hann taki þó jákvætt í fyrirspurn mína. Ég beini því þá jafnframt til hv. þingmanns að hann verði að hafa dálítið hraðar hendur því að hér eru kannski sex eftir á mælendaskrá og þar með er málið búið. Ef á að láta einhverjar aðgerðir fylgja orðum þarf að bregðast hratt við. Ég hvet hv. þingmann þar til góðra verka.

En vegna þess að hv. þingmaður kom líka í ræðu sinni inn á það að hann vildi bæta stöðu aldraðra og öryrkja langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann sé ósammála þeim markmiðum sem sett eru fram í þingsályktunartillögunni þar sem kemur fram að kaupmáttarhækkun öryrkja sem hér er gert ráð fyrir eigi að vera minni en á að gerast á almennum vinnumarkaði. Er (Forseti hringir.) hv. þingmaður sammála því sem þarna kemur fram eða telur hann að þessu þurfi að breyta?