144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:21]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur fyrir þetta. Eðli málsins samkvæmt er þetta áætlun fram í tímann. Áætlanir fram í tímann eru að vissu leyti spár um hvað muni gerast í efnahagslífi okkar. Það eru búnar til áætlanir út frá spám. Þannig er er alveg rétt hjá henni þegar hún segir að þetta sé byggt á spá. Það er þannig. Menn leggja fram sína bestu spá um hvað muni gerast og byggja síðan áætlun á því. Það sem við eigum að gera í okkar fjármálum er það sem frumvarp um opinber fjármál snýst um, að menn líti fram í tímann og geri spár um það sem þeir vilja sjá í framtíðinni. Menn byggja þetta plagg á bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma þegar plaggið er sett saman. Það er það besta sem menn geta gert en auðvitað tekur slíkt plagg alltaf breytingum. Það verða breytingar. Það eru samþykktir hlutir, það gerist eitthvað í atvinnulífinu, eitthvað í þjóðfélaginu, sem kollvarpar einhverjum þáttum slíkrar (Forseti hringir.) tillögu. Þannig er það og við getum ósköp lítið gert í því.