144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:26]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn. Núverandi ríkisstjórn hefur gefið verulega í varðandi framlög til heilbrigðismála og menntamála. Það liggur fyrir. Það að samneysla skuli minnka á ákveðnum árafjölda segir okkur ekki mjög mikið vegna þess að það verður tilflutningur milli flokka og annað slíkt innan samneyslunnar. Við leggjum áherslu á það sem skiptir mestu máli sem er heilbrigðiskerfi, menntakerfi o.s.frv. Forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar hefur verið rétt. Væntanlega verður meiri afgangur á fjárlögum næstu árin þannig að við getum aukið enn þá meira í þessa málaflokka. Það er það sem stefnt er að. Það er ekki þar með sagt að samneyslan í heild sinni þurfi að aukast. Það er allt annar handleggur.