144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:35]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir með þeim sem hér hafa spurt hvað líði fundi með formönnum flokkanna og hvað sé að frétta af umræðum um þinglok. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur til að geta skipulagt störf okkar, ekki bara í dag heldur einnig á komandi dögum.

Þá vil ég einnig segja að ég er verulega hugsi eftir því sem þessari umræðu um dagskrármálið sem nú er á dagskrá vindur fram. Það kemur mjög glögglega í ljós að málið þarf að taka breytingum. Fullt af nýjum forsendum kemur fram en þetta er síðasta umræðan sem við höfum til að ræða málið og þess vegna er það núna eða aldrei sem nefndin skoðar málið áfram. Maður veltir fyrir sér (Forseti hringir.) hvernig maður eigi að túlka orð hv. þm Karls Garðarssonar. Þurfum við að setja okkur á mælendaskrá til að hann geti klárað að hugsa það hvernig hann ætlar að bera málið upp við sína eigin nefnd?