144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:43]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er búin að segja það oft að mér finnst merkilegt að við skulum vera að ræða ríkisfjármálaáætlun til fjögurra ára. Mér finnst það skipta svo miklu máli að við færumst nær því sem vera skal í því að umgangast ríkisfjármálin af virðingu og allri alvöru sem þarf til að við náum tökum á þeim. Þess vegna segi ég það, enn í mikilli alvöru, að það minnsta væri að nefndin kallaði málið aftur inn þannig að nýtt nefndarálit lægi fyrir sem væri eitthvað í samræmi við veruleikann. Hins vegar væri náttúrlega best, og þá tek ég undir hugmynd sem viðruð var hér fyrr í dag, að málið yrði hreinlega kallað aftur (Forseti hringir.) og ný og vönduð áætlun fyrir næstu fjögur ár kæmi snemmárs 2016.