144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[15:38]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í gær var stór dagur og ég held að ábyrgur meiri hluti þingsins sé sammála um niðurstöðuna; það hefur komið fram við umræðu um losun hafta hér í dag að samningaleiðin var farin. Minni hluti þingsins er þeirrar skoðunar að sú leið hafi verið annar eða þriðji kostur í stöðunni og er gott að sú niðurstaða náðist. Ég vil höfða til þessa sama meiri hluta hér í þinginu; að menn einhendi sér í að ljúka þingstörfum, hverfi frá því að hafa 74 mál á lista sem einhver úrslitaatriði og freisti þess að ná hagfelldri niðurstöðu um dagsetningar og samkomulag. Ég vil hvetja menn til að nota það góða andrúmsloft sem nú er, hverfa frá 74 málum; að ábyrgur meiri hluti læsi sig saman um að þingið haldi reisn við þessi þinglok.