144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:29]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil eins og hv. þm. Bjarkey Gunnarsdóttir biðja forseta að fresta umræðu um þetta mál þar sem ljóst er að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra mun í fyrramálið koma í hv. fjárlaganefnd og ræða um gildi ríkisfjármálaáætlunarinnar og afgreiðslu hennar óbreyttrar.

Mér finnst þá ekki ástæða til að við höldum hér áfram umræðum þar til við vitum um niðurstöðu fundarins. Mér finnst mjög líklegt að meiri hlutinn vilji draga nefndarálit sitt til baka og þá tillögu að þingsályktunartillagan verði samþykkt óbreytt. Þá væri betur farið með tímann að fara bara í næsta mál og bíða með þetta fram yfir fund fjárlaganefndar í fyrramálið.