144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:48]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að vekja athygli á því að þegar nefndarfundur er daginn eftir og líklegt að upplýsingar komi fram á þeim fundi er ofboðslega lögmæt bón að ræða eitthvað annað þangað til. Ástæðan fyrir því að slíkar bænir er bornar fram hér er sú að tortryggni ríkir um það hvernig Alþingi virkar í grundvallaratriðum. Það er gert ráð fyrir því að markmiðið sé að tefja. Þetta litar allt þingstarfið og þetta er ekki neinum einum að kenna. Ég tel þetta kerfislægt vandamál eins og svo mörg sem varða þingstörfin hérna, en það væri gott ef það væri tekin einhver efnisleg afstaða til þess hvers vegna ekki mætti taka önnur mál á dagskrá núna án þess að stytta fundinn neitt eða gera nokkurs konar hlé á þessum málefnalegu forsendum.