144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:17]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Það er virðingarvert að opinber fjármál skuli vera sett í forgang. Ég er sammála þingmanninum um að það er mikilvægara mál, ofboðslega þarft að það sé unnið vel.

Nefndin er vinnusöm. Hún er það. Hún fundar einna mest af nefndunum og henni er almennt vel stýrt. Þess vegna finnst mér þetta mjög einkennilegt. Það kostar engan tíma fyrir nefndina að fá ókeypis álit utan úr bæ um það hvernig þessi áætlun — þetta er áætlun um það hvernig ráðherra ætlar að verja fénu. Þetta er áætlun og mér þykir það einkennilegt að þessir ókeypis aðilar úti í bæ skuli ekki notaðir til að meta hvernig þessi áætlun er, hvort hún sé góð, hvar gallar séu á henni o.s.frv. Mér finnst óábyrgt að það skuli ekki hafa verið gert. Það er enn hægt að gera það.

Ég vona virkilega að á morgun taki sitjandi formaður fjárlaganefndar, hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson, vel í að við fáum þessi ókeypis álit.