144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[19:17]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef ég skildi hv. þingmann rétt þá er verið að breyta löggjöf sem sett var hér nýlega. Þá spyr ég: Af hverju var sú löggjöf sett nýlega? Eins og hv. þingmaður bendir á þá er verið að ganga lengra í breytingunum og afnema skjölunarskyldu tengdra aðila.

Ég endurtek bara spurninguna: Af hverju? Hver eru rökin fyrir því? Er þetta ekki dæmi um að hér eru þingmenn að breyta lögum sem varða oft flókna þætti í milliverðlagningu sem Alþingi hefur ekki gríðarlega mikla sýn inn í? Er fólk algjörlega meðvitað um hvað þessar breytingar munu fela í sér og hvaða möguleika þær bjóða upp á?