144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[21:12]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Umræða um fundarstjórn hefur stundum skilað einhverjum árangri og hefur greinilega gert það áðan því að nú er fundur þingflokksformanna með hæstv. fyrsta forseta, Einari K. Guðfinnssyni. Ég tel rétt að við gerum hlé á þessum fundi núna og sjáum hvað kemur út úr þeim viðræðum. Það er ekki hægt að halda þessari umræðu áfram og vera með svipuna á bakinu í þessum málum öllum. Við viljum bara að það sé beðið eftir því hvort eitthvað geti komið út úr fundi þingflokksformanna til lausnar þessum málum. Ég tel alveg fulla ástæðu til þess. Miðað við hvernig umræðan hefur verið er þetta mál ekkert að hlaupa frá okkur. Það er bara rétt að draga andann og gera hlé hérna.