144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[21:16]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tel að hæstv. forseti hafi gert fullkomlega rétt áðan þegar hún hafði veitt hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni orðið og ætlaði að meina hv. þingmönnum að taka til máls um fundarstjórn forseta. Mér hefur stundum orðið ákveðin raun að því að mér hefur fundist sem forsetar sem stýra fundum fylgi ekki til hlítar þingsköpum. Það er viðtekin hefð þar sem menn stýra fundum að þegar búið er að gefa einhverjum orðið komast ekki aðrir að. Ég tel að hæstv. forseti hafi sýnt ákveðinn skilning gagnvart hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni sem vildi fá að taka til máls um málið og þá hefði hann átt að halda við sína fyrri ákvörðun um að veita ekki hv. þingmönnum orðið þar á eftir til að ræða um fundarstjórn forseta. (Gripið fram í.) Það finnst mér vera regla sem hæstv. forsetar fylgja oft og tíðum ekki nægilega sterkt.