144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

orð formanns atvinnuveganefndar.

[13:04]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil ræða aðeins um fundarstjórn forseta vegna þess að það er ljóst að menn geta komist tvisvar að undir liðnum um störf þingsins, sami maður eins og hv. Jón Gunnarsson, og er ekkert athugavert við það ef Sjálfstæðisflokkurinn kýs að setja hann fram á völlinn, en þá vil ég setja aðeins í samhengi þessa umræðu sem hann er að upphefja um framkvæmdirnar á Bakka. Þar er búið að lofa, m.a. af framsóknarmönnum og sjálfstæðismönnum allt frá 2003, að þar séu framkvæmdir alveg að hefjast, það var meira að segja svoleiðis á tímabili að menn litu á klukkuna og sögðu að það gæti bara orðið á morgun. Nú kemur að mér skilst og að mér finnst hv. þm. Jón Gunnarsson með hótanir vegna framkvæmda þar og þess sem þarf að bæta í við ívilnunarsamninginn eftir að þær samgönguframkvæmdir sem þarf að gera í þessum lið voru fullhannaðar og hann hótar því í raun og veru, setur það þannig fram, að ef menn verði ekki þægilegir í rammaáætlun varðandi breytingartillögurnar, sem eru illa unnar og ekki í samræmi við lög, (Forseti hringir.) skuli menn bara bíða aðeins með þetta og setja það mál í uppnám. (Forseti hringir.) Ókei, virðulegi forseti, það er þá bara í boði Sjálfstæðisflokksins.