144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

orð formanns atvinnuveganefndar.

[13:22]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég er að velta fyrir mér hvort tekin hafi verið um það ákvörðun í herbúðum stjórnarflokkanna að hleypa hv. þm. Jóni Gunnarssyni út (Gripið fram í: Nei.) og leyfa honum svolítið að (Gripið fram í.) fnæsa hér og æpa úr sér hrollinn. Hann hefur haft sig frekar hægan undanfarna daga, en allt í einu er eins og hann hafi fengið nýtt eldsneyti. Ég er að velta fyrir mér hvort það sé einhver strategísk ákvörðun af því að maður er alltaf að reyna að átta sig á því á hvaða leið þessi stjórnarflokkar eiginlega eru. Ef hv. þm. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, er að tala um ferlið er það gott og þá skulum við tala um það að samkvæmt tímalínu verkefnisstjórnar rammaáætlunar koma tillögur frá faghópunum í febrúar 2016, 1. september 2016 skilar verkefnisstjórnin til ráðherra og 11. nóvember 2016 skilar ráðherra sinni tillögu til Alþingis til afgreiðslu og ég styð það að farið verði að ferlinu.