144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

orð formanns atvinnuveganefndar.

[13:23]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Hv. þm. Jón Gunnarsson er engin friðardúfa en við skulum ekki draga dul á það að þetta snýst um tíma. Menn eru að reyna að kaupa tíma, hv. þm. Jón Gunnarsson er að reyna að kaupa tíma aftur fyrir virkjunarsinna sem þeir töpuðu fyrir verndarsinnum á síðasta kjörtímabili. Þar voru brögð líka notuð. Það sem er aftur á móti mikilvægt í þessu máli er að við brjótum ekki rammann, rammalöggjöfina, það er langmikilvægast. Það er langtímastefnumótunarverkfæri. Ef þessi tillaga er dregin til baka, ráðherra þarf líklega að gera það, draga til baka þingsályktunartillöguna um Hvammsvirkjun, tefur það Hvammsvirkjun um einhvern tíma, en virkjunarsinnar gætu samt sem áður mögulega keypt sér tíma með því að vera þá að virkja fleiri kosti, leggja það fram núna og tekið þá inn þessa tvo neðri Þjórsárkosti innan rammalöggjafar samkvæmt umhverfisráðuneytinu. Þá fá þeir fleiri kosti til baka. Það er bara ákvörðun (Forseti hringir.) sem þeir verða að taka, en mikilvægast er að við brjótum ekki rammalöggjöfina. Mér sýnist að þessi leið mundi tryggja það. Við skulum tala bara heiðarlega um þetta.