144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

orð formanns atvinnuveganefndar.

[13:26]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég vil leiðrétta það sem hv. þm. Jón Gunnarsson sagði áðan um afstöðu Bjartrar framtíðar. Við sátum hjá við afgreiðslu Bakka á síðasta kjörtímabili, einmitt vegna þess að okkur fannst málið seint fram komið og að það væru ekki nægar upplýsingar til að byggja á þannig að því sé til haga haldið. Svo verður restin af þingheimi að fara að átta sig á því að stundum er það bara þannig með hv. þm. Jón Gunnarsson að hann vaknar eins og Láki á morgnana og (Gripið fram í.) hugsar: Í dag ætla ég að segja eitthvað virkilega stuðandi. [Hlátur í þingsal.] Svo situr hann í sætinu sínu og tuðar við þingheim og tuðar ofan í sjálfan sig á meðan aðrir flytja ræður og býsnast yfir því sem hann hefur sagt og er aldrei jafn hamingjusamur og þegar stjórnarandstaðan er hérna að skammast út í það sem hann hefur verið að segja. (Gripið fram í: Það er nokkuð til í því.) Aldrei jafn glaður. Það er næstum því krúttlegt að fylgjast með þessu. (Gripið fram í.) Við hin þurfum eiginlega bara að fara að læra að leiða þetta hjá okkur vegna þess að þetta er alveg fullkomlega marklaust. (Forseti hringir.) Það er ekkert að marka þetta.