144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[14:24]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Ég þakka kærlega fyrir svörin. Mig langaði að spyrja þessu tengt, af því að ég hef ekki séð, eða þeir sem eru sérfræðingar á þessu sviði, að minnst sé á fjárfestingarbankana eða fjárfestingarsjóði erlendis. Mig langaði bara að spyrja hvort það sé möguleiki á að þessir aðilar séu með einhvers konar frítt spil eða hvort ég hafi misst af einhverjum mikilvægum þáttum í þessum frumvörpum. Síðan langaði mig jafnframt að spyrja hversu mikið af 300 milljarða aflandskrónum verði boðið upp og hleypt úr landi. Er möguleiki á að þessar aflandskrónur veiki krónuna?