144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:06]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við ræðum hér eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, afnám fjármagnshafta. Við í minni hlutanum, sem höfum verið afskaplega ósátt við stjórnina hér í þinginu, vorum að sjálfsögðu reiðubúin til að hleypa þessum málum á dagskrá og að hér færi fram í sátt umræða um þetta mikla mál. Að sjálfsögðu vorum við tilbúin til þess að axla ábyrgð í þessu máli með stjórnarmeirihlutanum. En það er ekki hægt að líða það að mannorð formanns Samfylkingarinnar sé svert hér í andsvörum við hann án þess að yfirstjórn þingsins grípi inn í. Hyggst hæstv. forseti gera hlé á þessum fundi (Forseti hringir.) til að hægt sé að fara yfir málið?