144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vek athygli á því að hér höfum við hleypt þessu máli á dagskrá og samt sem áður er eins og það sé einhver djöflasýra í kaffinu hjá þingmönnum meiri hlutans. Fyrst kemur hv. þm. Jón Gunnarsson hér og hleypir öllu upp og núna hv. þm. Karl Garðarsson og hleypir hlutunum aftur upp. Á sama tíma hafa formennirnir, formenn ríkisstjórnarflokkanna, ekki sýnt okkur þá virðingu að gefa okkur upp hvenær við eigum að funda í dag.

Mér finnst svona vinnubrögð þinginu til vansa og fer fram á það að þingfundi verði frestað þangað til formenn flokkanna eru búnir að funda um hvernig ramminn á að vera um dagskrána því að það stendur ekki á þingmönnum stjórnarliða að hleypa hér öllu í bál og brand, algjörlega að tilhæfulausu. Getum við ekki hagað okkur eins og siðað fólk hérna? Skammist ykkar bara.