144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:32]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér þykir þetta almennt bara mjög skynsamleg athugasemd hjá hv. þingmanni. Tilgangurinn er einmitt sá að taka á þeim vanda sem gæti ella ógnað efnahagslegum stöðugleika og ógnað stöðu heimilanna í landinu. Með því að taka á þeim vanda, og í raun leiðrétta það sem áður hafði farið úrskeiðis, er verið að skapa aðstæður til þess að halda áfram að vaxa á okkar eigin forsendum. Ég held að ég geti því bara tekið undir orð hv. þingmanns.